• Stafaflögg - Frítt

Stafaflögg - Frítt

Flögg eru eitt af því sem gefur lífinu gleði. Flögg eru eins og hlutgerð bros, þau vekja gleði og sýna léttleika. Flögg senda skilaboð, annað hvort bókstaflega eða með því að vekja ákveðna stemningu í kring um sig.

Ég hannaði stafaflöggin þegar ég skreytti fyrir 6 ára afmæli dömunnar í fyrra og nú langar mér að gefa ykkur aðgang að flöggunum til að kalla fram bros á fleiri stöðum. 

Afþví mér þykir vænt um flöggin þætti mér mjög gaman ef þeir sem nota þau myndu senda mér myndir af þeim á facebook eða tagga Kastalann á instagram. 

 ------------------

ATHUGIÐ! Hver stafur er eitt PDF skjal og þeim má hlaða niður ótakmarkað. Það þarf s.s. að velja þá stafi sem maður vill prenta út. 

Hakaðu við þann staf sem þú vilt og sendu hann í körfuna, hlekkurinn í körfunni mun senda þig til baka á þessa síðu þar sem þú velur næstu bókstafi - eða flamingóann, hann er flottur sem bil eða til endanna. Þegar þú hefur klárað valið þarf að fara í gegnum pöntunarsíðuna en þar verður engin greiðsla innheimt en í þriðja skrefi koma skjölin sem hægt er að hlaða niður (downlóda á slæmri íslensku). Skjölin verða einnig send sem tölvupóstur og þar verður hægt að nálgast skjölin eftir að þið lokið netversluninni. 

Flöggin koma best út ef þau eru prentuð beint út úr PDF reader eða öðru vector forriti. Það er einnig mjög auðvelt að raða flöggunum upp í Word en þá gæti slaknað á gæðunum. 

Þegar flöggin hafa verið prentuð þarf að gata þau að ofan og þræða upp á borða (eða pakkaband eða gamla skóreim) eða eitthvað sem ykkur finnst fallegt og passar við skilaboðin. 

Njótið vel. 

*

Kastalinn tekur einnig á móti sérpöntunum, verð miðast við umfang verksins.