Sumargleði og afmælisflögg

Stundum grínast ég með það að það besta við börn sé að skreyta fyrir barnaafmæli.

Og þó það séu fjölmargar góðar stundir í árinu þá er vissulega heppilegt að mér finnist jafn gaman að skreyta fyrir afmæli og heimasætunni finnst að eiga þau.

Það er gaman að gera sér glaðan dag, breyta út af vananum og njóta lífsins saman.

Blöðrur, flögg og litríkar veifur geta glætt hin hversdagslegustu herbergi lífi. Flögg eru gefa lífinu lit. Flögg eru eins og hlutgerð bros, þau vekja gleði og sýna léttleika. Flögg senda skilaboð, annað hvort bókstaflega eða með því að vekja ákveðna stemningu í kring um sig.

Ég hannaði stafaflögg þegar ég skreytti fyrir 6 ára afmæli dömunnar í fyrra og nú langar mér að gefa ykkur aðgang að flöggunum til að kalla fram bros á fleiri stöðum. 

 

Hér er hlekkur á stafaflöggin sem þið getið hlaðið niður og prentað út: https://www.kastali.is/collections/islensk-honnun-1/products/stafaflogg