Frábæri ávöxturinn.

Það hefur varla farið framhjá neinum að við elskum ananas. Flölmargir vinir okkar deila sama áhuga á þessum frábæra ávexti. Vissuð þið að það tekur ananas allt að tvö ár að verða fullvaxta? Ananasinn minnir marga á suðrænar strendur Hawaii en hann á hinsvegar rætur sínar að rekja til Suður-Ameríku og bar þar nafnið nanas sem þýðir "frábær ávöxtur" - við getum alveg verið sammála því. Bara útlitið fær mann til að kætast, grófur að utan en sætur að innan - þekkið þið svona fólk? Svo er hann með heila plöntu á hausnum, svolítið eins og hann sé á leiðinni á Karnival í Ríó. Þeir sem hafa lent í því að klæja í góminn af ferskum ananas, þá er ráðið við því að skola
sneiðarnar undir bunu af köldu vatni, það skolar burt mestu sýruna. 
----
Við höfum allt frá opnun Kastalans haft ananas lampa í versluninni en nýlega bættust við stórar og flottar ananaskrukkur. Við vorum einmitt að taka upp nýja uppskeru í dag. Að því tilefni tókum við saman okkar uppáhalds ananasmyndir.
Njótið!
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Hér eru ananaskrukkur eins og þær sem við tókum upp í dag - þær eru stærri en þær sýnast. Sjáið stærðina á snappinu: Kastalinn 
-
-
-
Þið getið nálgast þennan frábæra ávöxt, ananaskrukkuna hér: https://www.kastali.is/products/ananaskrukka-stor