Fermingar

Að skreyta fyrir fermingarveislu er næstumþví jafn skemmtilegt og að hitta alla fjölskylduna og vini á einum og sama deginum. 
Við gleðjumst með fermingarbarninu og fögnum bjartri framtíð með von um að brátt fullorðna barnið fylgi góðum siðum og jákvæðum venjum. 
Ef þið hafið ekki enn fermt og hafið pláss fyrir nýjar hugmyndir skulið þið endilega renna hér í gegn og skoða nokkrar frábærar hugmyndir. 
Hafðu lítil kort eða minnismiða þar sem gestir geta skrifað niður minningu um fermingarbarnið. 
Prentaðu út myndir af fermingarbarninu og hengdu á ljósaseríu. Serían getur t.d. verið í þemalitunum.
Notaðu áhugamál unglingsins í skreytingar. Stundum er hægt að fá hluti lánaða til að gera meira úr skreytingunni, t.d. bolta í net, sundblöðkur, dansskó eða annað slíkt. 
 Lifandi ættartré! Hvernig voru foreldrar, amma og afi þegar þau voru unglingar? 
Í dag er vinsælt að gefa pening í fermingargjöf. Þá er sniðugt að gera box undir fermingarkortin. 
Einfalt og fallegt. Grillpinnar í sykurpúða. Svo má dýfa sykurpúðanum í hvítt súkkulaði eða aðra liti eftir stemmingu og svo í kökuskraut. 
Blöðrur eru alltaf skemmtilegar. Núna er mjög vinsælt að hafa glærar blöðrur með skrauti inní. 
Það er einfalt og fljótlegt að dýfa krukkum í trélím og svo í glimmer. Þetta er hægt að gera við hvaða krukku sem er og setja svo teljós í botninn. 
Svakalega flott og einföld skreyting. Grasstrá eða laufblöð í glas með vatni og flotkerti.
 
Einhverjir geta smellt sér í bílskúrinn og sagað niður greinar. Náttúrulegt og fallegt. 

Það má hengja ljósmyndir í helíumblöðrur og leyfa þeim að svífa um allan sal á meðan veislunni stendur. 
Einstakar veislur kalla á einstakar skreytingar. Ávextir eru lifandi og fersk áminning um vöxt og þroska. Á sama tíma geta þeir verið skemmtilega upplífgandi og öðruvísi skreyting.
 
Þetta ljóð er uppskrift af farsælli framtíð og við mælum með því í fermingargjöf fyrir öll fermingarbörn ...og ykkur sjálf líka. 
https://kastali.is/products/the-path-innrammad-ljod?variant=39921329418